Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

AFMÆLI Í UNDRALANDI

Þessari helgi eyddi ég á Undralandi, þar sem afmælishátíð hennar Árdyzar var haldin. Undraland er óðallinn hennar Árdyzar á Ströndum, lítið krúttlegt hús með smá landareign.

Þegar við komum á staðinn þá var verið að henda upp stærðanir partýtjaldi og gestir veislunnar í óðaönn að  tjalda sínum tjöldum í kring.

Dagskráin byrjaði með 3ja rétta kvöldverð sem var æðislegur. Í forrétt var svakalega góð humarsúpa sem ég og Erna matreiddum. Í aðalrétt var lamb sem hafði verið eldað í holu fyrir framan hús og hafði verið að malla um daginn. Í eftirrétt var heimalagaður rabbabaragrautur með rjóma.

Eftir matinn komu skemmtiatriðin sem voru af öllu tagi. Spurningakeppni um Árdyzi á milli systra hennar og mágkvenna sem endaði með afar dramatísku jafntefli, nokkur söngatriði og að lokum var sungið við varðeldin. 

Ég skemmti mér alveg konunglega og vona að Árdyz taki upp á þessu fyrir öll afmæli hjá sér.

Ég segi stolt frá því að eftir heimkomu í gærkveldi þá hafði afmælisbarnið samband við mig og tjáði mér að sérvalin nefnd hefði útnefnt mig Rokkstjörnu Helgarinnar fyrir störf mín í þágu öryggis almennings Police


EISTNAFLUG 2008...HELL YEAH!

Oohh þetta var besta helgi ársins!!

Þetta var samansafn af yndislegu fólki, yndislegri tónlist og afskaplega mikið af áfengi. Það sem poppaði upp úr var meðal annars:

*Þegar Maggi "Death from above" Zombie stagedivaði á Gumma Tormentor og eyðilagði hann.

*Þegar meðlimir Sólstafa komu á Eistnaflug (bassaleikari að koma frá London og söngvarinn að koma frá Glasgow)og fréttu að það var verið að flytja trommarann í burtu með sjúkrabíl.

* Stebbi Saktmóðigur gerandi tilraunir til að gera mig að ekkju......ég brjálaðist og skammaði hann eins og kjánann sem hann var.

*Gummi Tormentor að strippa upp á sviði í skotapilsinu!

*Nasistadyravörðurinn....need I say more!

*Stóra pissumálið sem var á milli 5 Scooter aðdáenda og 500 metalhausa. Það var einhver reiður þegar Stebbi pissaði á Scooter-mobile.

*Þegar Gummi henti Vodafone hjólinu í höfnina og Jonni náði svo í það.

* Að sjá HAM var yndislegt! Þvílík stemming!!

*Vakna með Madda á Húsavík í húsinu hans Matta með Gumma sofandi á fatahrúgu á gólfinu við hliðiná okkur. Settum hann upp í rúm og breiddum yfir. Mjög friðsæl sjón :) þetta er eins og að sjá einhvern óþekktarkrakka LOKSINS sofna eftir mikil læti.

 annaogmoli.jpg

HJÓNAKORNIN Á HAM TÓNLEIKUM!

Setningar sem láta mann giggla eftir þessa helgi:

*"Þið eruð ógeðslegir...ÉG FÍLA ÞAÐ!"

*"JENNI PÁER!!" (sungið við Taste the flower)

*Ég: "Ebenezer, Ebenezer hvar ert þú?" Árdyz með Ebenezer röddinni:"HÉR ER ÉG, HÉR ER Ég. GÓÐAN DAGINN, DAGINN, DAGINN!!!"

*"JONNI, leggðu frá þér áfengið, ég ætla að berja þig!!"............Ég að verja heiður eiginmanns míns!

*"Gummi, ég er blautasti kvenmaður sem þú munt nokkurn tíman hitta!!"...............ég rennandi blaut eftir HAM tónleikana, knúsandi Gumma frænda.

* "Rosalega ertu með langar lappir Guðmundur"....ég og Sigurjón Kjartansson.

 annaogebenezer.jpg

ÉG OG EBENEZER

Ahh þetta var æðisleg helgi. Fyrir utan að núna ligg ég upp í sófa og held ég sé með lungnabólgu eftir að hafa verið að djamma mikið í blautum fötum Whistling


How good am I???

Áðan sat ég hérna heima, ein og svöng.

Maddi fór til Reykjavíkur að spila á tónleikum áðan og það er ekki til arða af mat. Eftir mikla leit fann ég afskaplega óaðlaðandi dós af Tortellini í Bolognese sósu, framleitt af Euroshopper GetLost, hljómar yummie er það ekki?

Ég ákvað að reyna að búa til eitthvað rosalega ljúffengt úr þessu þar sem ég er svo æðislegur kokkur. Bætti smá túnfiski við, maískornum og ekki má gleyma slatta af ferskum kryddjurtum úr litla innikryddjurtagarðinum mínum.

Þegar þetta allt var komið í skál þá reif ég svakalega mikið af rándýra parmesano reggiano ostinum mínum yfir þetta og skar niður smá salat.

Síðan settist ég niður við eldhúsborðið og hlakkaði til að smakka og athuga hversu ljúffengur rétturinn yrði. Hann var bara ekkert góður GetLost, mætti segja að þetta hafi verið viðbjóður. Gvöð hvað þetta var vont...held ég verði bara að panta pizzu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband