Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ísbjarnamál

Núna eru allir að tala um þessa mega krúttlegu ísbirni. Synda hérna yfir í hópum, étandi egg og mosa. Við þolum ekki svoleiðist skrílslæti og hikum ekki við að skjóta þá þar sem þeir liggja nappandi í æðavarpinu. Einnig fáum við misgáfaða ferðamenn til landsins sem virðast ekki þekkja munin á hrossahófum og bangsaloppum.

Síðan var ég að skoða visir.is þar sem kom mynd af hinum alræmda ísbjarnabúri, sem lýtur svona út.

Ég segi nú bara, er þetta hið margumtalaða ísbjarnabúr?? Þetta lýtur út fyrir að vera eitthvað sem maður myndi finna í "söfnunarhaug" hjá gömlum bónda sem er illa haldin af söfnunaráráttu. Var nú ekki hægt að smíða búr sneggvast í staðin fyrir að bíða eftir að það yrði ferjað frá dýragarði í Danmörku??


Ég mun aldrei djamma aftur með mömmu.....

Ekki það algeng setning hjá mér nei. Kíkti á djamm og tónleika með mömmu 16.júní og þó að mamma sé að nálgast "þrítugs aldurinn" *blink, blink* þá hefur kellan þetta ennþá í sérLoL

Þetta var nú samt stífari drykkja en ég átti von á og vaknaði ég FREKAR þunn 17.júní, í sófanum heima hjá konu að nafni Brynja, tönn úr mér á eldhúsborðinu og RISASTÓR Tigger (Bangsímon) helíum gasblaðra horfandi á mig.

 Þeir einstaklingar sem hittu mig á laugardag og komu illa úr því, þá biðst ég innilegrar afsökunar á því Tounge


Allt að koma....

Núna erum við komin yfir til Keflavíkur, brunuðum síðasta laugardag með hafurtaskið og fengum hjálp frá fjölda fólks við þetta svo þetta tók enga stund.

Þetta er rosalega indæl íbúð og allt í kana hlutföllum og virðist allt vera risastórt.......fyrir utan baðið, sem virðist vera bæði grunnt og stutt. Held að það væri meira slakandi að fara í bubblebað í þvottabala.

 En ég held að ég muni ekki blogga mjög þétt þar sem það tekur víst 1,5-2 vikur að tengja netið í ibúðina hjá mér, þó að það sé frí nettenging og það var stúlkukind sem bjó þarna 1 degi áður. Til hvers að loka fyrir netið þar sem það er hvort sem er frítt fyrir íbúa á Vellinum...furðulegt.

 Jæja ég ætla að fara að drífa mig heim úr vinnunni, ætla að kíkja á tónleika í kvöld. Einhver rosalega sætur bassaleikari að spila sem ég ætla að reyna að sænga hjá Whistling


Allt að gerast ...

Nú hefur Rokkdruslan ákveðið að halda áfram með skrif sín á veraldarvefnum. Það er svo mikið í gangi hjá mér og það er einhvernmegin miklu skemmtilegra að blogga þegar það er eitthvað að ske heldur en að segja frá seinustu klósettferðSick

Núna á næsta laugardag mun ég og eiginmaður minn taka okkur til og ferja allt okkar hafurtask í nýja íbúð okkar á Vallaheiði (gamla herstöðin). Þar mun ég einnig stunda nám í ágúst í félagsvísindadeild Cool

Við fréttum nú bara að við mundum fá húsnæðið fyrir nokkrum dögum svo að við erum í óðaönn að henda drasli í kassa, þetta gengur á köflum hægt þar sem við erum alltaf að finna hluti sem við töldum glataða eða verra.

 Síðan ætlum við ekki að láta einhverja vörubílstjóra taka okkur í annan endan með því að rukka okkur 30,000-70,000kr fyrir að ferja draslið, svo að við leigjum bara sendiferðabíl og hann Guðmundur Óli frændi minn ætlar að vera hugrakkur og rúnta með draslið yfir fjallið.

Hef ekki mikið meira að segja í bili...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband