Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ji hvað kennararnir mínir eru æðislegir...

Já ég er mun ánægðari með kennarana mína þessa önnina en fyrir áramót. Sögukennarinn minn er bæði myndarlegur og skemmtilegur svo að fyrirlestrasalurinn er fullur núna. Skólinn er samt að reyna að kæla niður gredduna með því að hafa við frostmark í fyrirlestrasalnum núna. Djöfulsins skítakuldi.

Jæja það er erfitt að pikka með grifflur...leiter.


Ég vildi að ég væri jólahjól!

Þetta fræga quote er frá henni Siggu minni sem ég vann með á Café Mílanó. Kemur mér alltaf í jólaskap :), sem ætti kannski að vera þverrandi, verandi 7.janúar and all.

Ég á núna 5 daga eftir af  mánaðarjólafríinu mínu og ég gæti ekki verið fegnari. Vantar virkilega að hafa eitthvað fyrir stafni....það er bara so long sem maður getur hangið í x-boxinu.

Hérna megin er ekki mikið að frétta. Fór til mömmu og pabba um jólin sem er alltaf gott :)

Ég er eitthvað búin að vera að fantasera um að fara að flytja aftur í bæinn (þeir sem vita ekki neitt, þá bý ég upp á Gamla Varnarsvæðinu)en alltaf þegar ég fer að skoða stúdentaíbúðirnar í bænum þá verð ég bara reið og fúl svo ég er að reyna að sleppa því að skoða þetta helvíti.

Ég er að skoða íbúð á stúdentagörðunum í RVK sem er 65 fermetrar og rukka þeir heilar 85,081kr fyrir það á mánuði!! Þetta er með innifaldri orku.

Ég bý hérna á gamla varnasvæðinu í gamalli kanaíbúð sem er rúmlega 100 fermetrar. Fyrir hana er ég að borga 66,000kr á mánuði. 

Innifalið er:

  • Hiti og rafmagn
  • Internet
  • Risa ísskápur, hjúmongus þvottavél og þurrkari
  • Fríar rútuferðir til og frá Reykjavík
  • Þrif á sameign
  • Allt viðhald á íbúð (það er samt sagt í leigusamning að ég þurfi að skipta um ljósaperur sjálf, en hey maður fær ekki allt
Ég virðist þurfa að búa hérna eitthvað í viðbót...hvað námð sem ég ætla að taka tekur bara 5 ár....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband