Ég vildi að ég væri jólahjól!
7.1.2009 | 08:33
Þetta fræga quote er frá henni Siggu minni sem ég vann með á Café Mílanó. Kemur mér alltaf í jólaskap :), sem ætti kannski að vera þverrandi, verandi 7.janúar and all.
Ég á núna 5 daga eftir af mánaðarjólafríinu mínu og ég gæti ekki verið fegnari. Vantar virkilega að hafa eitthvað fyrir stafni....það er bara so long sem maður getur hangið í x-boxinu.
Hérna megin er ekki mikið að frétta. Fór til mömmu og pabba um jólin sem er alltaf gott :)
Ég er eitthvað búin að vera að fantasera um að fara að flytja aftur í bæinn (þeir sem vita ekki neitt, þá bý ég upp á Gamla Varnarsvæðinu)en alltaf þegar ég fer að skoða stúdentaíbúðirnar í bænum þá verð ég bara reið og fúl svo ég er að reyna að sleppa því að skoða þetta helvíti.
Ég er að skoða íbúð á stúdentagörðunum í RVK sem er 65 fermetrar og rukka þeir heilar 85,081kr fyrir það á mánuði!! Þetta er með innifaldri orku.
Ég bý hérna á gamla varnasvæðinu í gamalli kanaíbúð sem er rúmlega 100 fermetrar. Fyrir hana er ég að borga 66,000kr á mánuði.
Innifalið er:
- Hiti og rafmagn
- Internet
- Risa ísskápur, hjúmongus þvottavél og þurrkari
- Fríar rútuferðir til og frá Reykjavík
- Þrif á sameign
- Allt viðhald á íbúð (það er samt sagt í leigusamning að ég þurfi að skipta um ljósaperur sjálf, en hey maður fær ekki allt
Athugasemdir
Dona dona, námsmenn geta eki verið veljarar
En hvaða nám ætlaru að taka þarna í útnára-rassgati?
Berglind Inga, 7.1.2009 kl. 18:38
Hahaha hver er að tala um útnárarassgat
Ég ætla að fara í lögfræðina, sem tekur 3 ár og svo að taka meistaranám á refsiréttarsviði, sem tekur 2 ár
Anna Sjöfn (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.