Ji hvað kennararnir mínir eru æðislegir...
21.1.2009 | 09:35
Já ég er mun ánægðari með kennarana mína þessa önnina en fyrir áramót. Sögukennarinn minn er bæði myndarlegur og skemmtilegur svo að fyrirlestrasalurinn er fullur núna. Skólinn er samt að reyna að kæla niður gredduna með því að hafa við frostmark í fyrirlestrasalnum núna. Djöfulsins skítakuldi.
Jæja það er erfitt að pikka með grifflur...leiter.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég vildi að ég væri jólahjól!
7.1.2009 | 08:33
Þetta fræga quote er frá henni Siggu minni sem ég vann með á Café Mílanó. Kemur mér alltaf í jólaskap :), sem ætti kannski að vera þverrandi, verandi 7.janúar and all.
Ég á núna 5 daga eftir af mánaðarjólafríinu mínu og ég gæti ekki verið fegnari. Vantar virkilega að hafa eitthvað fyrir stafni....það er bara so long sem maður getur hangið í x-boxinu.
Hérna megin er ekki mikið að frétta. Fór til mömmu og pabba um jólin sem er alltaf gott :)
Ég er eitthvað búin að vera að fantasera um að fara að flytja aftur í bæinn (þeir sem vita ekki neitt, þá bý ég upp á Gamla Varnarsvæðinu)en alltaf þegar ég fer að skoða stúdentaíbúðirnar í bænum þá verð ég bara reið og fúl svo ég er að reyna að sleppa því að skoða þetta helvíti.
Ég er að skoða íbúð á stúdentagörðunum í RVK sem er 65 fermetrar og rukka þeir heilar 85,081kr fyrir það á mánuði!! Þetta er með innifaldri orku.
Ég bý hérna á gamla varnasvæðinu í gamalli kanaíbúð sem er rúmlega 100 fermetrar. Fyrir hana er ég að borga 66,000kr á mánuði.
Innifalið er:
- Hiti og rafmagn
- Internet
- Risa ísskápur, hjúmongus þvottavél og þurrkari
- Fríar rútuferðir til og frá Reykjavík
- Þrif á sameign
- Allt viðhald á íbúð (það er samt sagt í leigusamning að ég þurfi að skipta um ljósaperur sjálf, en hey maður fær ekki allt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
I'm kafning í skóla!
18.11.2008 | 09:19
Ég varð eiginlega að skella inn bloggi bara svona til að sýna lit. Ég hef ekki farið frá Vallarheiði í sirka mánuð svo það er afskaplega lítið að frétta.
Ég er alltaf í skólanum og síðan var ég nörruð til að taka að mér að vera gjaldkeri í nemendafélaginu í skólanum, well that was stupid. Erum núna í óðaönn að skipuleggja jólahlaðborð skólans.
Við vinkonurnar vorum með spilakvöld síðustu helgi. Það flæddi allt í jarðaberja Mojito og brjálað stuð. En ég ætla að fara að fylgjast með þessum fyrirlestri for a change....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég sakna heimilisverkanna....
27.10.2008 | 19:43
Aha, ég sagði þetta.
Maður er ekkert búin að geta þrifið að ráði síðan að skólinn byrjaði og ég er að bíða eftir jólafríinu. Því þá ætla ég að missa mig í tiltektinni og allt verður spotless! Veggir skrúbbaðir,kettir baðaðir, tekið upp úr afgangskössum og bara alles! Í dag þá er ég bara gjörsamlega á fullu í skóla og Maddi er "húsmóðirin", hann er duglegastur í tiltektinni og eldamennsku.
Hvernig væri svo að fólk kvitti fyrir komunni! Ég blogga ekki aftur fyrr en 345 manns eru búnir að kvitta!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
I'm old!
22.10.2008 | 10:58
Þykir ég orðin einstaklega gömul. Ég er hætt að vera ung-tvítugsaldur og er komin yfir í að vera gömul-tvítugsaldur Á afmælisdag minn ákvað ég að hætta að brosa, því nú er aldurinn þar sem hrukkurnar fara að myndast... Ég er slétt núna en hvað ef að þessi gleði heldur áfram, ég verð eins og ljótur '80 krumpugalli á no time! My face, my face, my beautiful face!!
Ég vil þakka Vallarvinum mínum fyrir góða mætingu síðastliðinn föstudag, it was a blast
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kreppu-metal-matarboð!
15.10.2008 | 15:31
Er ekki komin tími á nýtt blogg?
Það er bara búið að vera brjálað að gera hjá mér með skóla og vallardjamm Fer nú að trúa henni Elínu þegar hún sagði mér að hún hefði aldrei drukkið eins mikið en þegar hún var í Keili! Alltaf eitthvað, afmæli, fagna að eitthvað próf sé búið, stelpukveld eða bara almennt djamm.
Í tilefni kreppunar ákváðum við hjónin að að halda kreppu-metal-matarboð og bjóða nokkrum vinum af Vallarheiðinni. Það var rosalega gaman og það var etið&drukkið eins og það væri engin morgundagur, hérna eru nokkrar myndir úr matarboðinu ;o)
Jenni og Elvar lítt hrifnir af hýra fordrykknum sem ég heimtaði að þeir fengu sér
Í öllum skemmtilegum partíum er hýr drykkur og eldhússpjall
Ég og Heiða að súpa á fordykknum....
Heiða á meltunni og Elvar að segja eitthvað merkilegt
Elín, Böddi víkingur og Gugga
Maddi og Jenni að hlægja að einhverju sem ég hef án efa sagt!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Afmælis krúttpjakkurinn hann Ingi
22.9.2008 | 10:32
Frá deginum í dag og næsta árið þá er elsku bróðir minn hann Ingi 32 ára. Í tilefni þess er okkur Madda boðið til hans í ljúffenga ítalska máltíð. Er ekki viss hvað ég eigi að gefa drengnum, fyrsta sem mér dettur í hug er spandex bolur eða fæðubótaefni (vegna ofvirkni hans í ræktinni. Kannski ég gefi honum það sama og ég gef Garðari bróður alltaf, faðmlag
En núna sit ég á félagsfræði fyrirlestri og er bara aumingji með hor og slef. Er orðin eitthvað veik
Fyrst þetta er orðið svona bland í poka blogg þá verð ég að setja inn smá jútúb:
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skólapirringur
18.9.2008 | 13:57

Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
I´m hit!
12.9.2008 | 16:57
Ég virðist hafa verið klukkuð af henni Bagga-Beggu, verður maður ekki að svara?
Fjögur störf:
Þjónn/þjónaþjálfari í Torquay Englandi. Þetta er örugglega uppáhaldsstarfið sem ég hef haft. Ekki það að það hafi verið gaman að vinna þarna. Frekar að það voru staffadjamm 2 í viku
Vínbúðin Selfossi. Hmm, það góða sem ég get sagt um þetta starf var að ég þurfti aldrei að fara úr vinnunni til að skreppa í ríkið.
Ritari/Móttökustjóri Hótel Eldhestar/Eldhestar. Skil ekki hvernig ég kem mér í þessi störf sem snúast mikið um að taka við kvörtunum. Ég hef svo rosalega litla þolinmæði fyrir soleis
Ritari í læknastöðinni í Orkuhúsinu. Þetta er eitt yndislegasta starf sem ég hef átt. Þessir læknar geta verið soldið skemmtilegir og ef maður á að vera efnisleg, gefa klikkað flottar jólagjafir.
Fjórar bíómyndir:
Boondock Saints- klárlega besta mynd sem hefur verið gerð í sögu kvikmynda í alheiminum.
Lord of the Rings- hver hefur ekki gaman að góðri ævintýramynd.
Snatch- ohh svartur breskur húmor....love it!
Godfather- þvílíkir krúttpjakkar í þeirri mynd.
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík
Torquay, England
Sauðárkrókur
Selfossi
Fjórir sjónvarpsþættir:
Desperate Housewifes- í alvöru, hverjum finnst þessi þættir vera leiðinlegir
Lost- hef alltaf gaman að góðri eyðieyjusögu.
Hells Kitchen- ohh hann Gordon Ramsay er svo æðislegur. Gæti étið hann með skeið!
Kitchen Nightmares- okei, ég skal viðurkenna ég elska allt sem þessi maður gerir!!
Fjórir staðir í fríum:
London, England
Tenerife, Spáni
Sveitin hjá Tengdó
Hjá mömmu og pabba
Fjórar netsíður:
Fjésbók - get ekki lifað í gegnum daginn nema að kíkja.Emmbjéell - byrja alla daga á þessari síðu.
Kaupþing - ekki að ég sé "fan" en núna þegar ég er námsmaður þá er ég sjálfkrafa fátæk og þarf að fylgjast með peningamálum mínum.
Keilir -skólinn minn. Er alltaf á þessari síðu í skólanum.
Fernt matarkyns:
Túnfisksteik með kartöflumús og wasabi.- Ég fæ bara vatn í munninn að hugsa um þetta!
Carpaccio með sósunni sem Maddi gerir. - mmmm
Humar, helst á Fjöruborðinu.
Pasta með skinku og sveppum á Ítalíu!- kannski á maður ekki að vera að skrifa um eitthvað svona þegar maður er svangur
Fjórir óskastaðir..... akkúrat núna!
London
Torquay
Hjá mömmu og pabba
Inni í rúmi
Þeir fjórir sem verða klukkaðir:
--------------------------------------------------
Að lokum verð ég að promóta elsku frænda minn og hvetja alla til að fara á sýninguna hans.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)