HELVÍTIS NATO ÆFINGAR!

Ég er að verða geðveik á helvítis nato æfingum sem hafa verið í gangi frá byrjun mánaðar. Það sem felst í Nato æfingum er að 150 hermenn frá US airforce og 350 hermenn úr US navy eru staddir hér á landi til að vekja mig eldsnemma á morgnana!

Á hverju einasta morgni vakna ég eldsnemma við F-15 Eagles að taka á loft. Ég er alveg við flugbrautina sem þeir nota svo það heyrist hátt og skýrt í þeim þegar þeir taka á loft, þetta eru engin venjuleg læti, þetta eru einhver helvítis dómsdagslæti!

Ég fann þetta hljóðdæmi til að leyfa lesendum mínum að heyra hvað ég þarf að vakna við á hverjum einasta morgni, svo er þetta alltaf yfir daginn líka en það er bara hávaði og ekkert að vekja mannFootinMouth Þarna er líka sýnt 1 en það eru vanalega 3-5 í loftinu í einu í eftirmiðdaginn svo þú getur ýmindað þér hávaðann þegar þeir eru að rúnta hérna.

Svo hér eru myndir af hinum gerpunum sem eru hérna.

kc135r_01

Lockheed_P-3_Orion_035

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Eiginmannsdraslið mitt :)

Já það er rétt! Ég kalla hann drasl!InLove

Elsku drengurinn varð þrítugur mánudaginn, 25.ágúst og fannst ekki fyndið þegar ég gerði grín að honum að hann væri á fertugsaldri.

Í tilefni þess þá ákváðum við að fara út að borða með góðum vinum og halda partí á Dillon. Ohh hvað var gaman. Við fórum með Inga,Sigrúnu, Ernu, Árdísi og Eika á Austur Indíafélagið. Greyið þjónarnir þurftu að velta okkur út, við vorum svo södd að fólk var að tala um að fara heim að leggja sig.

 

En eftir þennan ljúffenga mat þá fórum við upp á Dillon og mannskapurinn hjálpaði okkur að skreyta efri hæðina með svörtumsjóræningjablöðrumBandit Partíið var svo yndislegt og það komu rosalega margir miðað við lítinn fyrirvara, það kom meira segja slatti að fólki sem maður hafði ekki einu sinni boðiðTounge

Aðalsetningar kvöldsins voru:

"ERTU KRÚTTPJAKKUR?!?!?!" og "Er búið að vaxa á þig vagína!!!!"

Einnig komst ég að því að þol mitt fyrir áfengi er ennþá mjög hátt, ég elska helvítis veislustjórann mjög heitt og íslenskir karlmenn í skotapilsum ganga í nærfötum.


BÓAS PÁLMI

Ég eyddi mínum degi í skírn og skírnarveislu hjá littla drengnum hans Inga bróðurs. Ég vissi nú nafnið fyrir en krúttið fékk nafnið Bóas Pálmi Ingólfsson. Þetta var stutt athöfn (sem betur fer, Maddi er ekki þekktur fyrir að geta verið lengi í kirkju) og eftir hana fórum við í sumarbústað fjölskyldu Sigrúnar þar sem veislan var.

Síðan komum við okkur úr bænum áður en að menningarnætur umferðin skall á.

 

Á morgun er skólasetning í skólanum mínum og á mánudag byrjar kynningarvikan. Hlakka svakalega til, þetta á eftir að vera gaman Smile

 

Jæja ég verð að fara að sofa, eins og 95% af íslendingum þá ætla ég að vakna á morgun og horfa á strákana okkarWizard

 

 *Ekki Bóas en alveg jafn sætur Blush

beibi.jpg


Lítið kettlingaróféti...

Núna fyrir nokkrum dögum þá fengum við splunkunýjan kettling heim. Hann er svartur, hvítur, brúnn og grár hálfur skógarköttur. Til þess að halda við nafnahefðinni á köttunum okkar, sem er að við skírum kettina okkar eftir einræðisherrum/einvöldum, þá var þessi skírður Napóleon Blush

Þá eigum við Cesar og Napóleon en Castro er því miður ekki meðal vor lengur.

Ég ætlaði að posta inn mynd af littla krippildinu en hann virðist ekki geta verið kyrr nógu lengi til þess að geta tekið mynd af honum. Hann hleypur hérna um að reyna að ná skottinu á sér, ráðast á löppina á sér og skoppandi um.

Þegar hann er ekki að láta eins og vitleysingur þá hlunkast hann í hálsakotið á manni og hrýtur.Wink
-------

NÁÐI MYND AF KRIPPILDINU ÞEGAR HANN NAPPAÐI!!...

napoleon.jpg


AFMÆLI Í UNDRALANDI

Þessari helgi eyddi ég á Undralandi, þar sem afmælishátíð hennar Árdyzar var haldin. Undraland er óðallinn hennar Árdyzar á Ströndum, lítið krúttlegt hús með smá landareign.

Þegar við komum á staðinn þá var verið að henda upp stærðanir partýtjaldi og gestir veislunnar í óðaönn að  tjalda sínum tjöldum í kring.

Dagskráin byrjaði með 3ja rétta kvöldverð sem var æðislegur. Í forrétt var svakalega góð humarsúpa sem ég og Erna matreiddum. Í aðalrétt var lamb sem hafði verið eldað í holu fyrir framan hús og hafði verið að malla um daginn. Í eftirrétt var heimalagaður rabbabaragrautur með rjóma.

Eftir matinn komu skemmtiatriðin sem voru af öllu tagi. Spurningakeppni um Árdyzi á milli systra hennar og mágkvenna sem endaði með afar dramatísku jafntefli, nokkur söngatriði og að lokum var sungið við varðeldin. 

Ég skemmti mér alveg konunglega og vona að Árdyz taki upp á þessu fyrir öll afmæli hjá sér.

Ég segi stolt frá því að eftir heimkomu í gærkveldi þá hafði afmælisbarnið samband við mig og tjáði mér að sérvalin nefnd hefði útnefnt mig Rokkstjörnu Helgarinnar fyrir störf mín í þágu öryggis almennings Police


EISTNAFLUG 2008...HELL YEAH!

Oohh þetta var besta helgi ársins!!

Þetta var samansafn af yndislegu fólki, yndislegri tónlist og afskaplega mikið af áfengi. Það sem poppaði upp úr var meðal annars:

*Þegar Maggi "Death from above" Zombie stagedivaði á Gumma Tormentor og eyðilagði hann.

*Þegar meðlimir Sólstafa komu á Eistnaflug (bassaleikari að koma frá London og söngvarinn að koma frá Glasgow)og fréttu að það var verið að flytja trommarann í burtu með sjúkrabíl.

* Stebbi Saktmóðigur gerandi tilraunir til að gera mig að ekkju......ég brjálaðist og skammaði hann eins og kjánann sem hann var.

*Gummi Tormentor að strippa upp á sviði í skotapilsinu!

*Nasistadyravörðurinn....need I say more!

*Stóra pissumálið sem var á milli 5 Scooter aðdáenda og 500 metalhausa. Það var einhver reiður þegar Stebbi pissaði á Scooter-mobile.

*Þegar Gummi henti Vodafone hjólinu í höfnina og Jonni náði svo í það.

* Að sjá HAM var yndislegt! Þvílík stemming!!

*Vakna með Madda á Húsavík í húsinu hans Matta með Gumma sofandi á fatahrúgu á gólfinu við hliðiná okkur. Settum hann upp í rúm og breiddum yfir. Mjög friðsæl sjón :) þetta er eins og að sjá einhvern óþekktarkrakka LOKSINS sofna eftir mikil læti.

 annaogmoli.jpg

HJÓNAKORNIN Á HAM TÓNLEIKUM!

Setningar sem láta mann giggla eftir þessa helgi:

*"Þið eruð ógeðslegir...ÉG FÍLA ÞAÐ!"

*"JENNI PÁER!!" (sungið við Taste the flower)

*Ég: "Ebenezer, Ebenezer hvar ert þú?" Árdyz með Ebenezer röddinni:"HÉR ER ÉG, HÉR ER Ég. GÓÐAN DAGINN, DAGINN, DAGINN!!!"

*"JONNI, leggðu frá þér áfengið, ég ætla að berja þig!!"............Ég að verja heiður eiginmanns míns!

*"Gummi, ég er blautasti kvenmaður sem þú munt nokkurn tíman hitta!!"...............ég rennandi blaut eftir HAM tónleikana, knúsandi Gumma frænda.

* "Rosalega ertu með langar lappir Guðmundur"....ég og Sigurjón Kjartansson.

 annaogebenezer.jpg

ÉG OG EBENEZER

Ahh þetta var æðisleg helgi. Fyrir utan að núna ligg ég upp í sófa og held ég sé með lungnabólgu eftir að hafa verið að djamma mikið í blautum fötum Whistling


How good am I???

Áðan sat ég hérna heima, ein og svöng.

Maddi fór til Reykjavíkur að spila á tónleikum áðan og það er ekki til arða af mat. Eftir mikla leit fann ég afskaplega óaðlaðandi dós af Tortellini í Bolognese sósu, framleitt af Euroshopper GetLost, hljómar yummie er það ekki?

Ég ákvað að reyna að búa til eitthvað rosalega ljúffengt úr þessu þar sem ég er svo æðislegur kokkur. Bætti smá túnfiski við, maískornum og ekki má gleyma slatta af ferskum kryddjurtum úr litla innikryddjurtagarðinum mínum.

Þegar þetta allt var komið í skál þá reif ég svakalega mikið af rándýra parmesano reggiano ostinum mínum yfir þetta og skar niður smá salat.

Síðan settist ég niður við eldhúsborðið og hlakkaði til að smakka og athuga hversu ljúffengur rétturinn yrði. Hann var bara ekkert góður GetLost, mætti segja að þetta hafi verið viðbjóður. Gvöð hvað þetta var vont...held ég verði bara að panta pizzu.


Ísbjarnamál

Núna eru allir að tala um þessa mega krúttlegu ísbirni. Synda hérna yfir í hópum, étandi egg og mosa. Við þolum ekki svoleiðist skrílslæti og hikum ekki við að skjóta þá þar sem þeir liggja nappandi í æðavarpinu. Einnig fáum við misgáfaða ferðamenn til landsins sem virðast ekki þekkja munin á hrossahófum og bangsaloppum.

Síðan var ég að skoða visir.is þar sem kom mynd af hinum alræmda ísbjarnabúri, sem lýtur svona út.

Ég segi nú bara, er þetta hið margumtalaða ísbjarnabúr?? Þetta lýtur út fyrir að vera eitthvað sem maður myndi finna í "söfnunarhaug" hjá gömlum bónda sem er illa haldin af söfnunaráráttu. Var nú ekki hægt að smíða búr sneggvast í staðin fyrir að bíða eftir að það yrði ferjað frá dýragarði í Danmörku??


Ég mun aldrei djamma aftur með mömmu.....

Ekki það algeng setning hjá mér nei. Kíkti á djamm og tónleika með mömmu 16.júní og þó að mamma sé að nálgast "þrítugs aldurinn" *blink, blink* þá hefur kellan þetta ennþá í sérLoL

Þetta var nú samt stífari drykkja en ég átti von á og vaknaði ég FREKAR þunn 17.júní, í sófanum heima hjá konu að nafni Brynja, tönn úr mér á eldhúsborðinu og RISASTÓR Tigger (Bangsímon) helíum gasblaðra horfandi á mig.

 Þeir einstaklingar sem hittu mig á laugardag og komu illa úr því, þá biðst ég innilegrar afsökunar á því Tounge


Allt að koma....

Núna erum við komin yfir til Keflavíkur, brunuðum síðasta laugardag með hafurtaskið og fengum hjálp frá fjölda fólks við þetta svo þetta tók enga stund.

Þetta er rosalega indæl íbúð og allt í kana hlutföllum og virðist allt vera risastórt.......fyrir utan baðið, sem virðist vera bæði grunnt og stutt. Held að það væri meira slakandi að fara í bubblebað í þvottabala.

 En ég held að ég muni ekki blogga mjög þétt þar sem það tekur víst 1,5-2 vikur að tengja netið í ibúðina hjá mér, þó að það sé frí nettenging og það var stúlkukind sem bjó þarna 1 degi áður. Til hvers að loka fyrir netið þar sem það er hvort sem er frítt fyrir íbúa á Vellinum...furðulegt.

 Jæja ég ætla að fara að drífa mig heim úr vinnunni, ætla að kíkja á tónleika í kvöld. Einhver rosalega sætur bassaleikari að spila sem ég ætla að reyna að sænga hjá Whistling


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband