How good am I???

Áðan sat ég hérna heima, ein og svöng.

Maddi fór til Reykjavíkur að spila á tónleikum áðan og það er ekki til arða af mat. Eftir mikla leit fann ég afskaplega óaðlaðandi dós af Tortellini í Bolognese sósu, framleitt af Euroshopper GetLost, hljómar yummie er það ekki?

Ég ákvað að reyna að búa til eitthvað rosalega ljúffengt úr þessu þar sem ég er svo æðislegur kokkur. Bætti smá túnfiski við, maískornum og ekki má gleyma slatta af ferskum kryddjurtum úr litla innikryddjurtagarðinum mínum.

Þegar þetta allt var komið í skál þá reif ég svakalega mikið af rándýra parmesano reggiano ostinum mínum yfir þetta og skar niður smá salat.

Síðan settist ég niður við eldhúsborðið og hlakkaði til að smakka og athuga hversu ljúffengur rétturinn yrði. Hann var bara ekkert góður GetLost, mætti segja að þetta hafi verið viðbjóður. Gvöð hvað þetta var vont...held ég verði bara að panta pizzu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Damn, við getum þá sleppt því að kaupa svona dós næst hehe....

Maddi (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Ólöf Anna Brynjarsdóttir

Æji, ekki gott... veist bara betur næst ;)

Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 9.7.2008 kl. 21:32

3 identicon

hihihihihi þú ert snillingur elskan,

Anna Kata (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband