Ísbjarnamál

Núna eru allir að tala um þessa mega krúttlegu ísbirni. Synda hérna yfir í hópum, étandi egg og mosa. Við þolum ekki svoleiðist skrílslæti og hikum ekki við að skjóta þá þar sem þeir liggja nappandi í æðavarpinu. Einnig fáum við misgáfaða ferðamenn til landsins sem virðast ekki þekkja munin á hrossahófum og bangsaloppum.

Síðan var ég að skoða visir.is þar sem kom mynd af hinum alræmda ísbjarnabúri, sem lýtur svona út.

Ég segi nú bara, er þetta hið margumtalaða ísbjarnabúr?? Þetta lýtur út fyrir að vera eitthvað sem maður myndi finna í "söfnunarhaug" hjá gömlum bónda sem er illa haldin af söfnunaráráttu. Var nú ekki hægt að smíða búr sneggvast í staðin fyrir að bíða eftir að það yrði ferjað frá dýragarði í Danmörku??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Inga

Ég las einhvers staðar að innan í búrinu væri eitthvað, gott ef ekki rimlar eða eitthvað. En þetta lítur ekki út fyrir að vera flókin smíð, ég er sammála því.

Berglind Inga, 21.6.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

hallo hallo gaman að sjá þig herna á blogginu ;) kvitt kvitt....

Halla Vilbergsdóttir, 26.6.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Ja klárlega verðum við að fara að hittast......;)

Halla Vilbergsdóttir, 26.6.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband