Lítið kettlingaróféti...

Núna fyrir nokkrum dögum þá fengum við splunkunýjan kettling heim. Hann er svartur, hvítur, brúnn og grár hálfur skógarköttur. Til þess að halda við nafnahefðinni á köttunum okkar, sem er að við skírum kettina okkar eftir einræðisherrum/einvöldum, þá var þessi skírður Napóleon Blush

Þá eigum við Cesar og Napóleon en Castro er því miður ekki meðal vor lengur.

Ég ætlaði að posta inn mynd af littla krippildinu en hann virðist ekki geta verið kyrr nógu lengi til þess að geta tekið mynd af honum. Hann hleypur hérna um að reyna að ná skottinu á sér, ráðast á löppina á sér og skoppandi um.

Þegar hann er ekki að láta eins og vitleysingur þá hlunkast hann í hálsakotið á manni og hrýtur.Wink
-------

NÁÐI MYND AF KRIPPILDINU ÞEGAR HANN NAPPAÐI!!...

napoleon.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Ohhh var að lesa eistnaflugsfærsluna þína fyrst núna....það eru engin orð hehehe   vá hvað þetta hefur verið gaman :O)

Skemmtu þér við að elta kettlingarassgatið stelpa 

Birna Eik Benediktsdóttir, 17.8.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: Berglind Inga

Hann er algjört bjútí

Berglind Inga, 17.8.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Anna Sjöfn Skagfjörð Guðjónsdóttir

Hann er algert krútt þetta yndi

Honum finnst rosalega gaman að spæna upp leðursófasettinn okkar, þegar við stökkvum upp og reynum að stoppa hann þá heldur hann að við séum að leika við hann og verður úberglaður.

Anna Sjöfn Skagfjörð Guðjónsdóttir, 17.8.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband