EISTNAFLUG 2008...HELL YEAH!
17.7.2008 | 19:36
Oohh þetta var besta helgi ársins!!
Þetta var samansafn af yndislegu fólki, yndislegri tónlist og afskaplega mikið af áfengi. Það sem poppaði upp úr var meðal annars:
*Þegar Maggi "Death from above" Zombie stagedivaði á Gumma Tormentor og eyðilagði hann.
*Þegar meðlimir Sólstafa komu á Eistnaflug (bassaleikari að koma frá London og söngvarinn að koma frá Glasgow)og fréttu að það var verið að flytja trommarann í burtu með sjúkrabíl.
* Stebbi Saktmóðigur gerandi tilraunir til að gera mig að ekkju......ég brjálaðist og skammaði hann eins og kjánann sem hann var.
*Gummi Tormentor að strippa upp á sviði í skotapilsinu!
*Nasistadyravörðurinn....need I say more!
*Stóra pissumálið sem var á milli 5 Scooter aðdáenda og 500 metalhausa. Það var einhver reiður þegar Stebbi pissaði á Scooter-mobile.
*Þegar Gummi henti Vodafone hjólinu í höfnina og Jonni náði svo í það.
* Að sjá HAM var yndislegt! Þvílík stemming!!
*Vakna með Madda á Húsavík í húsinu hans Matta með Gumma sofandi á fatahrúgu á gólfinu við hliðiná okkur. Settum hann upp í rúm og breiddum yfir. Mjög friðsæl sjón :) þetta er eins og að sjá einhvern óþekktarkrakka LOKSINS sofna eftir mikil læti.
HJÓNAKORNIN Á HAM TÓNLEIKUM!
Setningar sem láta mann giggla eftir þessa helgi:
*"Þið eruð ógeðslegir...ÉG FÍLA ÞAÐ!"
*"JENNI PÁER!!" (sungið við Taste the flower)
*Ég: "Ebenezer, Ebenezer hvar ert þú?" Árdyz með Ebenezer röddinni:"HÉR ER ÉG, HÉR ER Ég. GÓÐAN DAGINN, DAGINN, DAGINN!!!"
*"JONNI, leggðu frá þér áfengið, ég ætla að berja þig!!"............Ég að verja heiður eiginmanns míns!
*"Gummi, ég er blautasti kvenmaður sem þú munt nokkurn tíman hitta!!"...............ég rennandi blaut eftir HAM tónleikana, knúsandi Gumma frænda.
* "Rosalega ertu með langar lappir Guðmundur"....ég og Sigurjón Kjartansson.
ÉG OG EBENEZER
Ahh þetta var æðisleg helgi. Fyrir utan að núna ligg ég upp í sófa og held ég sé með lungnabólgu eftir að hafa verið að djamma mikið í blautum fötum
Athugasemdir
afhverju var hann settur í sjúkrabíl ????'
Anna Kata (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:14
Út af Maggi Zombie stagedævaði á hann
......hann tognaði á lærvöðvanum 
Anna Sjöfn (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:30
Þegar maður horfir yfir þetta þá skil ég ekki að ég hafi gleymt að minnast á Girndardansinn hans Baldurs og skoska skipstjórans við Queen slagara á Húsavík, ég hélt ég myndi kafna úr hlátri.
Þessi skoski seglskútuskipstjóri var í stoppi á Húsavík og hafði einmitt kvöldið áður verið handtekinn fyrir að skjóta af FALLBYSSUM í höfninni!
Anna Sjöfn (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 08:40
oooooo mig langaði svo!!! Ætla sko pottþétt á næsta ári!!
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 22.7.2008 kl. 13:30
ja hérna mikið held ég að það hafi nú verið gaman hjá ykkur...En verðið þið heima eitthvað um helgina því við piltar værum kanski til í kaffi ;)
Halla Vilbergsdóttir, 23.7.2008 kl. 01:16
Nei við erum að fara út á land um helgina og verðum þangað til á sunnudag
Þið verðið samt að kíkja seinna, alltaf gaman að fá þig og krakkarassgötin í heimsókn
Anna Sjöfn (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.