Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Afmælis krúttpjakkurinn hann Ingi
22.9.2008 | 10:32
Frá deginum í dag og næsta árið þá er elsku bróðir minn hann Ingi 32 ára. Í tilefni þess er okkur Madda boðið til hans í ljúffenga ítalska máltíð. Er ekki viss hvað ég eigi að gefa drengnum, fyrsta sem mér dettur í hug er spandex bolur eða fæðubótaefni (vegna ofvirkni hans í ræktinni. Kannski ég gefi honum það sama og ég gef Garðari bróður alltaf, faðmlag
En núna sit ég á félagsfræði fyrirlestri og er bara aumingji með hor og slef. Er orðin eitthvað veik
Fyrst þetta er orðið svona bland í poka blogg þá verð ég að setja inn smá jútúb:
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skólapirringur
18.9.2008 | 13:57

Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
I´m hit!
12.9.2008 | 16:57
Ég virðist hafa verið klukkuð af henni Bagga-Beggu, verður maður ekki að svara?
Fjögur störf:
Þjónn/þjónaþjálfari í Torquay Englandi. Þetta er örugglega uppáhaldsstarfið sem ég hef haft. Ekki það að það hafi verið gaman að vinna þarna. Frekar að það voru staffadjamm 2 í viku
Vínbúðin Selfossi. Hmm, það góða sem ég get sagt um þetta starf var að ég þurfti aldrei að fara úr vinnunni til að skreppa í ríkið.
Ritari/Móttökustjóri Hótel Eldhestar/Eldhestar. Skil ekki hvernig ég kem mér í þessi störf sem snúast mikið um að taka við kvörtunum. Ég hef svo rosalega litla þolinmæði fyrir soleis
Ritari í læknastöðinni í Orkuhúsinu. Þetta er eitt yndislegasta starf sem ég hef átt. Þessir læknar geta verið soldið skemmtilegir og ef maður á að vera efnisleg, gefa klikkað flottar jólagjafir.
Fjórar bíómyndir:
Boondock Saints- klárlega besta mynd sem hefur verið gerð í sögu kvikmynda í alheiminum.
Lord of the Rings- hver hefur ekki gaman að góðri ævintýramynd.
Snatch- ohh svartur breskur húmor....love it!
Godfather- þvílíkir krúttpjakkar í þeirri mynd.
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík
Torquay, England
Sauðárkrókur
Selfossi
Fjórir sjónvarpsþættir:
Desperate Housewifes- í alvöru, hverjum finnst þessi þættir vera leiðinlegir
Lost- hef alltaf gaman að góðri eyðieyjusögu.
Hells Kitchen- ohh hann Gordon Ramsay er svo æðislegur. Gæti étið hann með skeið!
Kitchen Nightmares- okei, ég skal viðurkenna ég elska allt sem þessi maður gerir!!
Fjórir staðir í fríum:
London, England
Tenerife, Spáni
Sveitin hjá Tengdó
Hjá mömmu og pabba
Fjórar netsíður:
Fjésbók - get ekki lifað í gegnum daginn nema að kíkja.Emmbjéell - byrja alla daga á þessari síðu.
Kaupþing - ekki að ég sé "fan" en núna þegar ég er námsmaður þá er ég sjálfkrafa fátæk og þarf að fylgjast með peningamálum mínum.
Keilir -skólinn minn. Er alltaf á þessari síðu í skólanum.
Fernt matarkyns:
Túnfisksteik með kartöflumús og wasabi.- Ég fæ bara vatn í munninn að hugsa um þetta!
Carpaccio með sósunni sem Maddi gerir. - mmmm
Humar, helst á Fjöruborðinu.
Pasta með skinku og sveppum á Ítalíu!- kannski á maður ekki að vera að skrifa um eitthvað svona þegar maður er svangur
Fjórir óskastaðir..... akkúrat núna!
London
Torquay
Hjá mömmu og pabba
Inni í rúmi
Þeir fjórir sem verða klukkaðir:
--------------------------------------------------
Að lokum verð ég að promóta elsku frænda minn og hvetja alla til að fara á sýninguna hans.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
HELVÍTIS NATO ÆFINGAR!
5.9.2008 | 15:01
Ég er að verða geðveik á helvítis nato æfingum sem hafa verið í gangi frá byrjun mánaðar. Það sem felst í Nato æfingum er að 150 hermenn frá US airforce og 350 hermenn úr US navy eru staddir hér á landi til að vekja mig eldsnemma á morgnana!
Á hverju einasta morgni vakna ég eldsnemma við F-15 Eagles að taka á loft. Ég er alveg við flugbrautina sem þeir nota svo það heyrist hátt og skýrt í þeim þegar þeir taka á loft, þetta eru engin venjuleg læti, þetta eru einhver helvítis dómsdagslæti!
Ég fann þetta hljóðdæmi til að leyfa lesendum mínum að heyra hvað ég þarf að vakna við á hverjum einasta morgni, svo er þetta alltaf yfir daginn líka en það er bara hávaði og ekkert að vekja mann Þarna er líka sýnt 1 en það eru vanalega 3-5 í loftinu í einu í eftirmiðdaginn svo þú getur ýmindað þér hávaðann þegar þeir eru að rúnta hérna.
Svo hér eru myndir af hinum gerpunum sem eru hérna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eiginmannsdraslið mitt :)
2.9.2008 | 09:40
Já það er rétt! Ég kalla hann drasl!
Elsku drengurinn varð þrítugur mánudaginn, 25.ágúst og fannst ekki fyndið þegar ég gerði grín að honum að hann væri á fertugsaldri.
Í tilefni þess þá ákváðum við að fara út að borða með góðum vinum og halda partí á Dillon. Ohh hvað var gaman. Við fórum með Inga,Sigrúnu, Ernu, Árdísi og Eika á Austur Indíafélagið. Greyið þjónarnir þurftu að velta okkur út, við vorum svo södd að fólk var að tala um að fara heim að leggja sig.
En eftir þennan ljúffenga mat þá fórum við upp á Dillon og mannskapurinn hjálpaði okkur að skreyta efri hæðina með svörtumsjóræningjablöðrum Partíið var svo yndislegt og það komu rosalega margir miðað við lítinn fyrirvara, það kom meira segja slatti að fólki sem maður hafði ekki einu sinni boðið
Aðalsetningar kvöldsins voru:
"ERTU KRÚTTPJAKKUR?!?!?!" og "Er búið að vaxa á þig vagína!!!!"
Einnig komst ég að því að þol mitt fyrir áfengi er ennþá mjög hátt, ég elska helvítis veislustjórann mjög heitt og íslenskir karlmenn í skotapilsum ganga í nærfötum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)